Fimmvörðuháls
45.000 kr á mann
Um ferðina
Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er krefjandi ganga, en ein vinsælasta gönguleið á Íslandi. Leiðin liggur milli jökla og eldfjalla og um einstaka náttúru í hálendi Íslands. Gengið er á landi sem myndaðist á víkingatíma eða fyrir árþúsundum. Einnig er farið yfir nýmyndað land, Goðahraun sem myndaðist í gosinu í Eyjafjallajökli 2010 og gígarnir Magni og Móði mynduðust.
Gengið er frá Skógarfossi að Þórsmörk 25 km leið. Þórsmörk er nefnd eftir guðinum Þór og Magni og Móði hétu synir hans. Í nafninu Fimmvörðuháls felst að það eru fimm vörður á leiðinni, sem vísuðu fólki rétta leið, einskonar áttavitar. Íslendingar setja oft nýjan stein í vörðuna þegar farið framhjá í eins konar þakklætisskyni fyrir að vísa veginn.
Lagt er af stað við Skógarfoss og gengið upp í hlíðina. Fjölmargir fallegir fossar eru á þessari leið.
Gengið er á hrauni, jökli, öskulagi, grösugu landi og á söguslóðum. Áð er í skálum á leiðinni og borðaður hádegismatur. Haldið áfram í námunda við Mýrdalsjökul. Frá gígunum Magna og Móða, liggur leiðin niður á við og farið yfir Kattahryggi og göngunni lokið í hinni fallegu gróðurvin, Þórsmörk.
Í Þórsmörk er snæddur kvöldverður, grillað íslenskt lambalæri að loknum erfiðum en jafnframt skemmtilegum degi.
Lengd ferðar
Yfirleitt má reikna með 8 – 10 klukkutímum, en það fer eftir getu göngumanna, hve oft er stoppað og eftir veðri.
Brottför
Kl 7:00 mánudaga og föstudaga frá Reykjavík
Erfiðleikastig
Krefjandi
Lengd gögu
25 km um það bil 1000 m hækkun
Innifalið
Fræðandi leiðsögn með reyndum leiðsögumanni. Sækjum og keyrum á brottfararstað. Kvöldverður.
Taka meðferðis?
Gönguskó og föt (ekki bómull), vatnsheld föt ef veður breytist, nesti og vatn.
Hápunktar
• Skógafoss
• Eyjafjallajökull
• Mýrdalsjökull
• Magni and Móði, nýju gígarnir
• Kattarhryggir
• Fossar
• Þórsmörk
• Íslenska lambið
Bóka ferð
Aðrar áhugaverðar ferðir

Högnhöfði
Skemmtileg 6 klst ganga, en erfið yfirferðar. Högnhöfði er tignarlegt fjall í um 1002m á hæð við Gullna Hringinn. Nafn fjallsins er dregið af höfði fresskattar, en þegar horft er í vestur af toppi fjallsins er hægt að sjá eyru kattarins.

Bjarnarfell
Bjarnarfell er 750m hátt fjall við Gullna Hringinn, nálægt Langjökli og Jarlhettum. Frá toppi fjallsins er ægifagurt útsýni yfir bæði á grösugar sveitir og Langjökul. Munið eftir myndavél, því útsýnið er ómetanlegt!

Fimmvörðuháls
Fimmvörðuháls gangan er án efa ein sú vinsælasta í gegnum árin, bæði hjá íslendingum og erlendum ferðamönnum. Gangan er um 25 km.

Sólstöðuganga
Njótið góðrar útiveru og náð miðnætursólinni á toppi Snæfellsjökuls um miðjan/seinnipart júní. Sveigjanleiki með dagsetningar til að fá bestu skilyrði með tilliti til veðurs og útsýnis.

Reykjadalur
Reykjadalur er stórkostlegur staður upp af Hveragerði. Þar eru náttúruleg hveraböð sem hægt er að dýfa sér ofaní og njóta náttúrunnar allt í kring.

Vörðufell
Vörðufell er lítið þríhyrningslaga fjall (391m) efst á Skeiðum, suðaustan við Hvítá hjá Iðu. Mjög fallegt og víðsýnt útsýni af toppi þess.
Grænihryggur
Gengið verður að norðurjaðri Torfajökuls og haldið niður með Sveinsgili. Náttúruundur Grænahryggjar skoðað. Vaðið yfir Jökulgilskvísl við furðumyndir Þrengsla og aftur heim.
Kerlingarfjöll
Rúta fer frá Reykjavíkur kl 8. Keyrt er inní Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Svo er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.
Póstlisti
Hreint og öruggt

Contact
info@fjallhalla.com
PHONE
+354 696 6758
ADDRESS
801 Reykholt