Kerlingarfjöll
18.000 kr á mann
Um ferðina
Rúta fer frá Reykjavík kl 8. Keyrt er inn í Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Eftir gönguna er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.
Rútan keyrir alla leið upp að hverasvæði í Hveradölum, þar hefjast göngurnar.
Lengd göngu: 10-11km.
Hækkun: Byrjað í ca 1000m hæð báðir hópar og endað í um 700m hæð.
Hópur B: krefjandi byrjar ađ ganga á Fannborgina og kannski Snækoll líka 1488m og svo niður á hverasvæði og sömu leið og hinn hópurinn, bara Fannborgin er viðbót.
Lengd: ca 15-16km
Hækkun: 600-700m
Lengd ferðar: ca 10-12 tíma ferð.
Lengd ferðar
10 – 12 klukkutímar
Brottför
8:00 um morgun
Erfiðleikastig
Hópur A: Minna krefjandi
10 – 11 km
Hópur B: Krefjandi
15 – 16 km, 600-700 m hækkun
Bóka ferð
Aðrar áhugaverðar ferðir

Högnhöfði
Skemmtileg 6 klst ganga, en erfið yfirferðar. Högnhöfði er tignarlegt fjall í um 1002m á hæð við Gullna Hringinn. Nafn fjallsins er dregið af höfði fresskattar, en þegar horft er í vestur af toppi fjallsins er hægt að sjá eyru kattarins.

Bjarnarfell
Bjarnarfell er 750m hátt fjall við Gullna Hringinn, nálægt Langjökli og Jarlhettum. Frá toppi fjallsins er ægifagurt útsýni yfir bæði á grösugar sveitir og Langjökul. Munið eftir myndavél, því útsýnið er ómetanlegt!

Fimmvörðuháls
Fimmvörðuháls gangan er án efa ein sú vinsælasta í gegnum árin, bæði hjá íslendingum og erlendum ferðamönnum. Gangan er um 25 km.

Sólstöðuganga
Njótið góðrar útiveru og náð miðnætursólinni á toppi Snæfellsjökuls um miðjan/seinnipart júní. Sveigjanleiki með dagsetningar til að fá bestu skilyrði með tilliti til veðurs og útsýnis.

Reykjadalur
Reykjadalur er stórkostlegur staður upp af Hveragerði. Þar eru náttúruleg hveraböð sem hægt er að dýfa sér ofaní og njóta náttúrunnar allt í kring.

Vörðufell
Vörðufell er lítið þríhyrningslaga fjall (391m) efst á Skeiðum, suðaustan við Hvítá hjá Iðu. Mjög fallegt og víðsýnt útsýni af toppi þess.
Grænihryggur
Gengið verður að norðurjaðri Torfajökuls og haldið niður með Sveinsgili. Náttúruundur Grænahryggjar skoðað. Vaðið yfir Jökulgilskvísl við furðumyndir Þrengsla og aftur heim.
Kerlingarfjöll
Rúta fer frá Reykjavíkur kl 8. Keyrt er inní Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Svo er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.
SEND US A LINE
Contact
info@fjallhalla.com
PHONE
+354 696 6758
ADDRESS
801 Reykholt