Fimmvörðuháls

45.000 kr á mann

Um ferðina

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er krefjandi ganga, en ein vinsælasta gönguleið á Íslandi. Leiðin liggur milli jökla og eldfjalla og um einstaka náttúru í hálendi Íslands. Gengið er á landi sem myndaðist á víkingatíma eða fyrir árþúsundum. Einnig er farið yfir nýmyndað land, Goðahraun sem myndaðist í gosinu í Eyjafjallajökli 2010 og gígarnir Magni og Móði mynduðust.

Gengið er frá Skógarfossi að Þórsmörk 25 km leið. Þórsmörk er nefnd eftir guðinum Þór og Magni og Móði hétu synir hans. Í nafninu Fimmvörðuháls felst að það eru fimm vörður á leiðinni, sem vísuðu fólki rétta leið, einskonar áttavitar. Íslendingar setja oft nýjan stein í vörðuna þegar farið framhjá í eins konar þakklætisskyni fyrir að vísa veginn.

Lagt er af stað við Skógarfoss og gengið upp í hlíðina. Fjölmargir fallegir fossar eru á þessari leið.

Gengið er á hrauni, jökli, öskulagi, grösugu landi og á söguslóðum. Áð er í skálum á leiðinni og borðaður hádegismatur. Haldið áfram í námunda við Mýrdalsjökul. Frá gígunum Magna og Móða, liggur leiðin niður á við og farið yfir Kattahryggi og göngunni lokið í hinni fallegu gróðurvin, Þórsmörk.

Í Þórsmörk er snæddur kvöldverður, grillað íslenskt lambalæri (gegn gjaldi) að loknum erfiðum en jafnframt skemmtilegum degi.

Lengd ferðar

Yfirleitt má reikna með 8 – 10 klukkutímum, en það fer eftir getu göngumanna, hve oft er stoppað og eftir veðri.

Brottför

Hittumst við Skógafoss kl 08.

Erfiðleikastig

Krefjandi

Miscelleneus 28 final

Lengd göngu

25 km um það bil 1000 m hækkun

Innifalið

Fræðandi leiðsögn með reyndum leiðsögumanni. Sækjum og keyrum á brottfararstað. Kvöldverður.

sac

Taka meðferðis?

Gönguskó og föt (ekki bómull), vatnsheld föt ef veður breytist, nesti og vatn.

Hápunktar

  • Skógafoss
  • Eyjafjallajökull
  • Mýrdalsjökull
  • Magni og Móði, nýju gígarnir
  • Kattarhryggir
  • Fossar
  • Þórsmörk
  • Íslenskt lambakjöt

Bóka ferð

Aðrar gönguferðir

Ævintýraleiðangur um Jarlhetturnar

Rúta fer frá Reykjavík kl 8. Keyrt er inn í Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Eftir gönguna er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.

Gönguferð á Bjarnarfell með Fjallhöllu

Bjarnarfell

Bjarnarfell er 750m hátt fjall við Gullna hringninn, nálægt Langjökli og Jarlhettum. Frá toppi fjallsins er ægifagurt útsýni yfir bæði á grösugar sveitir og Langjökul. Verið alveg viss um að hafa myndavélina með í ferðina.

Dagsferð í undraveröld Jökulgilsins í Landmannalaugum

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Reykjadalur Hot River Hike with Fjallhalla Adventurers

Ganga frá Úlfljótsvatni til Reykjadals

Reykjadalur er stórkostlegur staður upp af Hveragerði. Þar eru náttúruleg hveraböð sem hægt er að dýfa sér ofaní og njóta náttúrunnar allt í kring. Reykjadalur tilheyrir jarðhitasvæðinu við Hengil. Þar er mjög viðkvæmur gróður og því mikilvægt að fylgja stígum.

Ganga upp Eyjafjallajökul

Gangan er mikið til á jökli og er krafist tilheyrandi öryggisbúnaðar. Mikilvægt er að hafa í huga að Snæfellsjökull er nokkuð þægilegt ferðafjall en á sér sínar hættur í slæmu skyggni, þar má nefna sprungur og fall frá toppi.

Gönguparadísin Hornstrandir útfrá Hornbjargsvita með Fjallhalla Adventurers

Gönguparadísin Hornstrandir útfrá Hornbjargsvita

Gengið verður útfrá vitanum á Hornbjargi og því verður aðeins að bera léttan poka með nestið fyrir daginn og auka föt. Gist verður í hinum rómaða Hornbjargsvita í svefnpoka plássi, þar sem ágæt aðstaða er til eldamennsku. Gengið verður út frá honum með léttar birgðir.

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Grænjaxlar Fjallhöllu – byrjenda gönguhópur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Gengið á Högnhöfða með Fjallhalla Adventurers

Högnhöfði

Skemmtileg 6 klst ganga, en erfið yfirferðar. Högnhöfði er tignarlegt fjall í um 1002m á hæð við Gullna Hringinn. Nafn fjallsins er dregið af höfði kattar, en þegar horft er í vestur af toppi fjallsins er hægt að sjá eyru kattarins.

Í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventurers

Kerlingarfjöll

Rúta fer frá Reykjavík kl 8. Keyrt er inn í Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Eftir gönguna er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.

Sólstöðuganga á Snæfellsjökul með Fjallhalla Adventurers

Sólstöðuganga

Gangan er mikið til á jökli og er krafist tilheyrandi öryggisbúnaðar. Mikilvægt er að hafa í huga að Snæfellsjökull er nokkuð þægilegt ferðafjall en á sér sínar hættur í slæmu skyggni, þar má nefna sprungur og fall frá toppi.