Fjallaálfar Fjallhöllu - gönguhópur fyrir lengra komna göngugarpa

Um gönguhópinn

Við erum að fara af stað með þrjá gönguhópa í haust/vetur og er þetta Fjallaálfar eða hópur Fjallhöllu fyrir lengra komna!

Hefur þú tekið þátt í fjallaprógrami og ert komin vel af stað en langar að gera eitthvað í haust/vetur sem er örlítið meira krefjandi? Við ætlum að bjóða uppá ýmis fjöll i haust/vetur sem fela í sér smá áskorun og gætu krafist tilheyrandi búnaðar. Í för með okkur verða reyndir og öryggir fararstjórar sem finnst fátt skemmtilegra en að vera að hreyfa sig undir berum himni í allskonar veðri

Það getur verið svo hvetjandi að vera í hópi og drífa sig af stað í annasömu lífinu, sérstaklega þegar fer að dimma og kólna! Komdu og vertu með!

Fyrir hvern er Fjallaálfar Fjallhöllu:
• Hópurinn er tilvalinn fyrir þá sem hafa reynslu af fjallgöngum og vilja láta reyna á erfiðari fjöll með reglulegu millibili í haust/vetur í góðum félagsskap undir berum himni í fersku fjallalofti.
• Innifalið í gönguhópnum er yfirferð og létt kennsla á helstu búnaðarmálum
* Stofnaður verður Facebook hópur og sendir út tölvupóstar reglulega þar sem farið verður nánar yfir hvern viðburð fyrir sig, veðurspá, búnað og annað.
• Farið verður yfir App sem hægt er að styðjast við þegar farið er í göngur og hvernig það virkar í grunnin
• Meðlimir í hópnum fá 20% afslátt af vörum hjá Fjallageitinni. Afslættir verða einnig í boði hjá fleiri samstarfsaðilum.
Gönguhópurinn hefst þriðjudaginn þann 20. september 2022. Kynningarkvöld verður 4. ágúst þar sem farið verður yfir dagskrá og annað.

Gengið verður á þriðjudögum og laugardögum/sunnudögum(10 fjöll fram í lok nóvember).
Kosning um lokafjall (þrjú fjöll í boði).
10 fjöll!
Vifilsfell
Yfir helgi: Helgrindur(Gist á Snæfellsnesi), Kirkjufell(Gist á Snæfellsnesi)
Esja
Geldingadalur(tekinn góður hringur)
Bláfell á Kili
Vörðuskeggi(tekinn góður hringur í Henglinum og endað í gistingu í gróðurhúsinu)
Hvalfell og Glymur

Haust/Vetur Dagskrá 2022
Þriðjudagur 20 Sept
Sunnudgagur 2 Okt
Þriðjudagur 4 Okt
Sunnudgagur 16 Okt
Þriðjudagur 18 Okt
Sunnudgagur 30 Okt
Þriðjudagur 1 Nóv
Sunnudgagur 13 Nóv
Þriðjudagur 15 Nóv
Sunnudgagur 27 Nóv (val um loka fjall)

Vetur/Vor Dagskrá 2023
Þriðjudagur 10 Jan
Sunnudgagur 22 Jan
Þriðjudagur 24 Jan
Sunnudgagur 5 Feb
Þriðjudagur 7 Feb
Sunnudgagur 19 Feb
Þriðjudagur 21 Feb
Sunnudgagur 5 Mars
Þriðjudagur 7 Mars
Sunnudgagur 19 Mars (Val um loka fjall)

Verð: 84.990kr
Börn 18 ára og yngri(12 ára) fá 50% afslátt og svo veitum við 10% hjónaafslátt.

Greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu hér að neðan og á skráning og greiðsla að berast eigi síðar en 6. ágúst 2022.

Min bókun 12 manns
Max bókun 25 manns

ATH!
* Röðunin á fjöllunum er ekki heilög, mun ráðast eftir veðri og færð.
* Þáttakendur sjá sjálfir um ferðakostnað þar sem það á við og mælum við með því að fólk verði samferða í bílum.
* Þegar gisting á við greiða þáttakendur sjálfir, en við græjum gott tilboðsverð.
* Ferðaplön geta breyst eftir veðri.
* Tímaplönin eru sett inn með fyrirvara um breytingar og birtuskilyrði.
* Fjallhalla áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá gönguhópa vegna óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.
Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:
Ekki er hægt að afbóka eftir að verkefni er hafið. Engin endurgreiðsla.
Tryggingar: Fjallahalla tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Bóka í hópinn

Aðrar gönguferðir

Ganga upp Eyjafjallajökul

Gangan er mikið til á jökli og er krafist tilheyrandi öryggisbúnaðar. Mikilvægt er að hafa í huga að Snæfellsjökull er nokkuð þægilegt ferðafjall en á sér sínar hættur í slæmu skyggni, þar má nefna sprungur og fall frá toppi.

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Grænjaxlar Fjallhöllu – byrjenda gönguhópur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventurers

Kerlingarfjöll

Rúta fer frá Reykjavík kl 8. Keyrt er inn í Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Eftir gönguna er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.

Vörðuskeggi og tásubað með Fjallhalla Adventurers

Vörðuskeggi og tásubað

Hengilssvæðið er bara smá spöl frá úthverfum Reykjavíkur en lumar á ýmsu góðgæti fyrir göngugarpa. Við ætlum á hæsta tindinn í Henglinum, sjálfan Vörðu-Skeggja sem er í 805m hæð. Gönguleiðin þangað er nokkuð á fótinn og á einstaka stað má alveg finna fyrir smá lofthræðslu – en leiðin er stikuð, örugg og fremur auðveld.