Ganga frá Úlfljótsvatni til Reykjadals

Um ferðina

Okkur langar til að bjóða uppá göngupakka þar sem gengið er frá Úlfljótsvatni í Reykjadal. Rúta keyrir okkur að upphafsstað göngu og sækir okkur í Reykjadal að göngu lokinni. Gisting er í boði í Gróðurhúsinu bæði fyrir og eftir göngu á góðu tilboðsverði. Einnig er tilboð á mat í mathöllinni eftir göngu.

Flestir íslendingar hafa gengið að Reykjadal til að komast í heita lækinn, eða þá vilja kikja en hafa aldrei drifið sig. Það gæti verið vegna fjölda ferðamanna sem hafa heimsótt staðinn undanfarin ár og finnst okkur almennt óþægilegt þegar eru of margir á sama stað í einu, við erum vön okkar rými. Það er líka algengt að ganga frá Hellisheiðavirkjun að Reykjadal. Nú gefst tækifærið að eiga svæðið nokkurn veginn útaf fyrir okkur.

Fjöldi: 20 manns í tveggja manna herbergi.
Minimum þáttaka: 10 PAX
Verð: 26.900 ISK á mann miðað við 2 í herbergi, en 36.900 í eins manna herbergi.

 

Leiðin liggur frá Úlfljótsvatni í mjög svo gróðursælu landi meðfram Fossá, alveg hætta á því að lenda í miklu birkikjarri ef maður villlist eitthvað af leið. Það verður farið yfir grónar Selflatir og upp Dagmálafell.

Áfram yfir Efjumýrarhrygg og upp á Álút, þar sem blasir við fallegt útsýni yfir Ölfus og Þingvallavatn. Þaðan er farið undir Dalskarðshnúk og gegnum Dalskarð og niður í Reykjadal. Þar munum við ylja okkur í heitu lauginni þannig að takið með ykkur sundföt og handklæði, engir búningsklefar eru á staðnum en það eru svona skýli. Svo er líka bara hægt að fara í fótabað. Síðan er gengið niður Reykjadalinn og Rjúpnabrekkur þar sem rútan bíður eftir okkur.

Lengd ferðar

6 klukkutímar

Erfiðleikastig

Auðvelt

Miscelleneus 28 final

Lengd göngu

18,25 km

Innifalið

Gisting í Gróðurhúsinu á laugardag/sunnudag. Farið frá Gróðurhúsinu klukkan 8 í rútu að Ulfljótsvatn þar sem gengið verður frá Úlfljótsvatni að Reykjadal. Þar getið þið farið þið í heita lækinn að göngu lokinni. Fáið svo far í Gróðurhúsið þar sem matur í mathöllinni og drykkir bíða ykkar í miðnætursólinni

sac

Taka meðferðis?

Baðföt, nesti og vatn

Bóka ferð

Aðrar gönguferðir

Gönguferð á Bjarnarfell með Fjallhöllu

Bjarnarfell

Bjarnarfell er 750m hátt fjall við Gullna hringninn, nálægt Langjökli og Jarlhettum. Frá toppi fjallsins er ægifagurt útsýni yfir bæði á grösugar sveitir og Langjökul. Verið alveg viss um að hafa myndavélina með í ferðina.

Ganga Fimmvörðuháls með Fjallhalla Adventurers

Fimmvörðuháls

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er krefjandi ganga, en ein vinsælasta gönguleið á Íslandi. Leiðin liggur milli jökla og eldfjalla og um einstaka náttúru í hálendi Íslands. Gengið er á landi sem myndaðist á víkingatíma eða fyrir árþúsundum.

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Gengið á Högnhöfða með Fjallhalla Adventurers

Högnhöfði

Skemmtileg 6 klst ganga, en erfið yfirferðar. Högnhöfði er tignarlegt fjall í um 1002m á hæð við Gullna Hringinn. Nafn fjallsins er dregið af höfði kattar, en þegar horft er í vestur af toppi fjallsins er hægt að sjá eyru kattarins.

Í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventurers

Kerlingarfjöll

Rúta fer frá Reykjavík kl 8. Keyrt er inn í Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Eftir gönguna er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.

Sólstöðuganga á Snæfellsjökul með Fjallhalla Adventurers

Sólstöðuganga

Gangan er mikið til á jökli og er krafist tilheyrandi öryggisbúnaðar. Mikilvægt er að hafa í huga að Snæfellsjökull er nokkuð þægilegt ferðafjall en á sér sínar hættur í slæmu skyggni, þar má nefna sprungur og fall frá toppi.