Ganga upp Eyjafjallajökul

26.900 kr á mann

Um ferðina

Við ætlum að nýta okkur tímabilið sem hægt verður að fara uppá jökla(vegna veðurs og bráðnunar-sprunguhættu) og fara líka í krefjandi göngu á Eyjafjallajökul, sem gaus eftirminnirlega 2010.

Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull landsins, eða 1666 metra hár og þekur hann um 80 ferkílómetra, og er þar með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís yfir Eyjafjöllin. Frá honum ganga nokkrir skriðjöklar, þeir stærstu eru Steinholtsjökull og Gígjökull sem báðir ganga niður norðurhlíð jökulsins. Jökullinn telst til hjarnjökla.

Farin verður annaðhvort svokölluð Skerjaleið upp hjá Grýtutindi á Þórsmerkurleið eða upp frá Seljavöllum og gengið á jökullinn úr suðri. Í fyrstu er gengið þokkalega bratta leið uppá Litluheiði og síðan upp með skerjunum að gígbarminum hjá Goðasteini í 1580 m hæð. Skerin eru móbergshryggur, sem er jafnframt algengasta bergtegund á Íslandi eða bergtegundin sem myndast við gos undir jökli.

Ganga á Eyjafjallajökul er næsthæsta fjallganga á Íslandi eftir Hvannadalshnjúk.
Vegalengd 18-20 km.
Hækkun 1500 m.
Göngutími 8-12(fer eftir gönguhraða, veðri og öðrum þáttum) klst.

– Það verður hægt að kaupa gistingu á tilboðsverði fyrir þá sem vilja gista og njóta suðurlandins. Við mælum eindregið með því að láta þreytuna líða úr sér áður en að keyrt er heim. Gistingin býður uppá heitan pott, sem er svo gott að komast í eftir heilan dag á jökli.
Hámarkast við 24 manns eða 6 manns í fjórum línum! Lágmarksfjöldi er 12 manns.
Verð: 26900.

Lengd ferðar

Dagsferð

Erfiðleikastig

Meðal

Innifalið

- Leiðsögn - Allur nauðsynlegur jöklaöryggisbúnaður - Í boði verður að fara í Seljavallarlaug eftirá!

sac

Taka meðferðis?

Mælt er með að klæðast lagskipt til að geta brugðist við síbreytilegu veðrinu á Íslandi og líða vel í klæðnaðinum, hvorki of heitt né of kalt. Lagskipting er yfirleitt í þremur lögum, sem hægt er að púsla saman eftir veðri og vindum. Ysta lagið verður að vera bæði vatns og vindhelt. Miðlagið er flís eða ull og innsta lagið, sem er næst húðinni sér um að halda líkamanum þurrum, þannig að mjög mikilvægt er að passa öndunina í lögunum vel. Þess vegna er algjörlega bannað að vera í bómull, því hún blotnar þegar við svitnum og veldur kælingu t.d. í stoppum. Mikilvægt er að vera í réttum fótabúnaði – vatnsheldum gönguskóm með þar til gerðum sólum. Húfa, vettlingar, treflar, sólkgleraugu, sólarvörn, varasalvi og þægilegur bakpoki er nauðsynlegur í allar göngur. Athugið að í ferðum okkar er ætlast til að göngufólk sé EKKI Í BÓMULLARKLÆÐNAÐI. Takið með ykkur vatn/vökva, í það minnsta 2L á mann. Einnig nóg snarl fyrir daginn!

Bóka ferð

Aðrar gönguferðir

Ævintýraleiðangur um Jarlhetturnar

Rúta fer frá Reykjavík kl 8. Keyrt er inn í Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Eftir gönguna er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.

Gönguferð á Bjarnarfell með Fjallhöllu

Bjarnarfell

Bjarnarfell er 750m hátt fjall við Gullna hringninn, nálægt Langjökli og Jarlhettum. Frá toppi fjallsins er ægifagurt útsýni yfir bæði á grösugar sveitir og Langjökul. Verið alveg viss um að hafa myndavélina með í ferðina.

Dagsferð í undraveröld Jökulgilsins í Landmannalaugum

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Ganga Fimmvörðuháls með Fjallhalla Adventurers

Fimmvörðuháls

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er krefjandi ganga, en ein vinsælasta gönguleið á Íslandi. Leiðin liggur milli jökla og eldfjalla og um einstaka náttúru í hálendi Íslands. Gengið er á landi sem myndaðist á víkingatíma eða fyrir árþúsundum.

Reykjadalur Hot River Hike with Fjallhalla Adventurers

Ganga frá Úlfljótsvatni til Reykjadals

Reykjadalur er stórkostlegur staður upp af Hveragerði. Þar eru náttúruleg hveraböð sem hægt er að dýfa sér ofaní og njóta náttúrunnar allt í kring. Reykjadalur tilheyrir jarðhitasvæðinu við Hengil. Þar er mjög viðkvæmur gróður og því mikilvægt að fylgja stígum.

Gönguparadísin Hornstrandir útfrá Hornbjargsvita með Fjallhalla Adventurers

Gönguparadísin Hornstrandir útfrá Hornbjargsvita

Gengið verður útfrá vitanum á Hornbjargi og því verður aðeins að bera léttan poka með nestið fyrir daginn og auka föt. Gist verður í hinum rómaða Hornbjargsvita í svefnpoka plássi, þar sem ágæt aðstaða er til eldamennsku. Gengið verður út frá honum með léttar birgðir.

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Grænjaxlar Fjallhöllu – byrjenda gönguhópur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Gengið á Högnhöfða með Fjallhalla Adventurers

Högnhöfði

Skemmtileg 6 klst ganga, en erfið yfirferðar. Högnhöfði er tignarlegt fjall í um 1002m á hæð við Gullna Hringinn. Nafn fjallsins er dregið af höfði kattar, en þegar horft er í vestur af toppi fjallsins er hægt að sjá eyru kattarins.

Í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventurers

Kerlingarfjöll

Rúta fer frá Reykjavík kl 8. Keyrt er inn í Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Eftir gönguna er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.

Sólstöðuganga á Snæfellsjökul með Fjallhalla Adventurers

Sólstöðuganga

Gangan er mikið til á jökli og er krafist tilheyrandi öryggisbúnaðar. Mikilvægt er að hafa í huga að Snæfellsjökull er nokkuð þægilegt ferðafjall en á sér sínar hættur í slæmu skyggni, þar má nefna sprungur og fall frá toppi.