Högnhöfði

22.500 kr á mann

Um ferðina

Skemmtileg 6 klst ganga, en erfið yfirferðar.

Högnhöfði er tignarlegt fjall í um 1002m á hæð við Gullna Hringinn.
Nafn fjallsins er dregið af höfði kattar, en þegar horft er í vestur af toppi fjallsins er hægt að sjá eyru kattarins. Landslag á fjallinu er einstakt, fyrst gengið í talsverðum halla, síðan yfir sléttu að toppnum í norðaustri.

Einnig er gengið á minna fjall Strokk en þaðan gefst betri sýn yfir Brúaráskörð sem er stórt og mikið gljúfur milli Högnhöfða og Rauðafells. Brúará á upptök sín í gljufrinu og rennur í þverhnýptu klettagljúfrinu. Gljúfrið er eitt af dýpstu gljúfrum á Íslandi (200m) og er um 3-4 km langt.

Búðu þig undir í það minnsta 6 klukkutíma göngu yfir sem er erfið yfirferðar. Á leiðinni upp munum við skoða hin fallegu Brúarárskörð. Takið með vatn(2L), þar sem við förum ekki yfir neinar ár, ásamt nesti fyrir hádegi og snarl.

Takið með viðeigandi göngufatnað, vetlinga og húfu, bara til að tryggja að verða ekki kalt. Ekki gleyma myndavél, þar sem margt fallegt mun bera fyrir augun á leiðinni.

Lengd ferðar

6 - 7 klukkutímar

Brottför

Daglega kl 8:00 frá Reykjavík

Erfiðleikastig

Krefjandi

Miscelleneus 28 final

Lengd göngu

15 km, frá 256 í 1.018 m (1.004 m). Hækkun: 762 m.

sac

Taka meðferðis?

Gönguskó og föt (ekki bómull), vatnsheld föt ef veður breytist, nesti og vatn.

Bóka ferð

Aðrar gönguferðir

Gönguferð á Bjarnarfell með Fjallhöllu

Bjarnarfell

Bjarnarfell er 750m hátt fjall við Gullna hringninn, nálægt Langjökli og Jarlhettum. Frá toppi fjallsins er ægifagurt útsýni yfir bæði á grösugar sveitir og Langjökul. Verið alveg viss um að hafa myndavélina með í ferðina.

Ganga Fimmvörðuháls með Fjallhalla Adventurers

Fimmvörðuháls

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er krefjandi ganga, en ein vinsælasta gönguleið á Íslandi. Leiðin liggur milli jökla og eldfjalla og um einstaka náttúru í hálendi Íslands. Gengið er á landi sem myndaðist á víkingatíma eða fyrir árþúsundum.

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventurers

Kerlingarfjöll

Rúta fer frá Reykjavík kl 8. Keyrt er inn í Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Eftir gönguna er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.

Sólstöðuganga á Snæfellsjökul með Fjallhalla Adventurers

Sólstöðuganga

Gangan er mikið til á jökli og er krafist tilheyrandi öryggisbúnaðar. Mikilvægt er að hafa í huga að Snæfellsjökull er nokkuð þægilegt ferðafjall en á sér sínar hættur í slæmu skyggni, þar má nefna sprungur og fall frá toppi.

Reykjadalur Hot River Hike with Fjallhalla Adventurers

Reykjadalur

Reykjadalur er stórkostlegur staður upp af Hveragerði. Þar eru náttúruleg hveraböð sem hægt er að dýfa sér ofaní og njóta náttúrunnar allt í kring. Reykjadalur tilheyrir jarðhitasvæðinu við Hengil. Þar er mjög viðkvæmur gróður og því mikilvægt að fylgja stígum.