Um ferðina

Vegna Covid-19 verður grímuskylda í rútunni og 1 m fjarlægðarregla. Vinsamlega hafa með ykkur grímur og spritt og vera dugleg að spritta hendur.

Rútan fer frá Verslunarskóla Íslands í Reykjavík kl 7. Keyrt er inní Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Svo fer hópur A í heita laug í Kerlingarfjöllum, hópur B fer einungis í hana ef tími gefst til. Rútan fer aftur til Reykjavíkur um kvöldið. Rùtan keyrir alla leiđ upp ađ hverasvæđi ì Hveradölum, þar hefjast göngurnar.

Hópur A minna krefjandi: styttri byrjar ađ ganga um hverasvæđiđ og svo gönguleiđ niđur ì skàla (Àsgarđ), nestađ sig og gengiđ svo ì laugina rùman kìlòmeter, þarf ađ vađa àna, amk ef þađ eru skaflar.
Lengd göngu: ca 10 km.
Hækkun: Byrjađ ì ca 1000m hæđ bàđir hòpar og endađ ì um 700m hæđ.
Hópur A má búa sig undir smá bið vegna mismunandi ferðaplana..
 
Hópur B krefjandi: byrjar ađ ganga à Fannborgina og kannski Snækoll(1488) lìka, ef aðstæður leyfa. Gengið að hverasvæðinu þar sem gengið er um og svo keyrt að lauginni.
Lengd göngu: 5-6 klst
Lengd: ca 12 km.
Hækkun: 400-500m

Tími göngu: 5-6 klst
Lengd: ca 12 km.
Hækkun: 400-500m

Lengd ferðar: ca 10-12 tíma ferð.

Búnaðarlisti:

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur í dagpokanum eða innanundir göngubuxunum
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Bakpoki, bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Esjubroddar
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki(leiðsögumennirnir eru líka með þetta, þannig má taka með sér ef þið viljið æfa ykkur :))
 • Nóg smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, orkustykki, súkkulaði og hnetur
 • Vatn eða aðrir drykkir (2L)
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi- alltaf gott að vera með heitt á brúsa, sama hvort það sé heitt eða kallt úti!
 • Göngustafir- nauðsýnlegur útbúnaður
 • Myndavél / sími (og kíkir)
 • Sólgleraugu- kemur alltaf á óvart hversu mikilvæg þau eru í útivist, ég hef séð fólk brenna! Passa uppá augun okkar.
 • Sólarvörn og varasalvi – já það er svo sannarlega hægt að brenna á Íslandi! Passa sig.
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf (Leiðsögumennirnir verða líka með sjúkrakassa)
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir, vatnsheldir pokar fyrir notaðan pappír
 • Sundföt sem má geyma í rútunni, því léttari sem bakpokinn kemst upp með að vera, því betra
 • Annað sem þið teljið nauðsynlegt en er ekki of þungt til að bera á bakinu

Athugið að farangur má geyma í rútunni meðan gengið er. Á fjöllum getur allt gerst og því mælum við með að fólk geymi auka nesti og auka föt í rútunni.

Hlökkum til að ferðast með ykkur 🙂

Lengd ferðar

10 – 12 klukkutímar

Brottför

7:00

Erfiðleikastig

Hópur A: Minna krefjandi 10 – 11 km Hópur B: Krefjandi 12 km, 400-500 m hækkun

Bóka ferð

Aðrar gönguferðir

Gönguferð á Bjarnarfell með Fjallhöllu

Bjarnarfell

Bjarnarfell er 750m hátt fjall við Gullna hringninn, nálægt Langjökli og Jarlhettum. Frá toppi fjallsins er ægifagurt útsýni yfir bæði á grösugar sveitir og Langjökul. Verið alveg viss um að hafa myndavélina með í ferðina.

Botnsúlur með Fjallhalla Adventurers

Botnssúlur

Botnssúlur Bókið ykkar ævintýri Um ferðina Botnssúlur eru nokkrir móbergstindar sem heita Háasúla, Miðsúla, Norðursúla, Syðstasúla (1093m) og Vestursúla. Botnssúlur eru megineldstöð og hafa jöklarnir sorfið niður jarðlögin og skilið eftir hvassa tinda og hryggi.

Ganga Fimmvörðuháls með Fjallhalla Adventurers

Fimmvörðuháls

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er krefjandi ganga, en ein vinsælasta gönguleið á Íslandi. Leiðin liggur milli jökla og eldfjalla og um einstaka náttúru í hálendi Íslands. Gengið er á landi sem myndaðist á víkingatíma eða fyrir árþúsundum.

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Gengið á Högnhöfða með Fjallhalla Adventurers

Högnhöfði

Skemmtileg 6 klst ganga, en erfið yfirferðar. Högnhöfði er tignarlegt fjall í um 1002m á hæð við Gullna Hringinn. Nafn fjallsins er dregið af höfði kattar, en þegar horft er í vestur af toppi fjallsins er hægt að sjá eyru kattarins.

Litlu Landmannalaugar

Litlu Landmannalaugar

Reykjanesið býður upp á margar frábærar og fallegar gönguleiðir og fljótlegt er að skjótast þangað á bíl frá Höfuðborgarsvæðinu. Jarðhitasvæðið vestan við Djúpavatn er falin perla, litrík, viðkvæm og falleg. Svæðið minnir að nokkru á Torfajökulssvæðið sunnan Landmannalauga en er smærra í sniðum og litríkir hryggirnir sem minna á Grænahrygg norður af Torfajökli gleðja augað.

Rauðufossar að upptökum Rauðufossakvíslar með Fjallhalla Adventurers

Rauðufossar að upptökum Rauðufosskvíslar

Ekið að bílastæði á Landmannaleið þaðan sem við hefjum gönguna að Rauðafossi í Rauðufossakvísl. Áfram er haldið upp með Rauðufossakvísl þar sem hún rennur í hárauðum farveginum í fossum og flúðum allt að upptökunum þar sem hún sprettur upp úr auga í jörðinni, kristalstær og spegilgljáandi.

Reykjadalur Hot River Hike with Fjallhalla Adventurers

Reykjadalur

Reykjadalur er stórkostlegur staður upp af Hveragerði. Þar eru náttúruleg hveraböð sem hægt er að dýfa sér ofaní og njóta náttúrunnar allt í kring. Reykjadalur tilheyrir jarðhitasvæðinu við Hengil. Þar er mjög viðkvæmur gróður og því mikilvægt að fylgja stígum.

Snæfellsnes, hraun og hellar með Fjallhalla Adventurers

Snæfellsnes hraun og hellar

Rútan bíður okkar hjá Korputorgi kl 8. Farið verður í dagsferð á Snæfellsnes þar sem rútunni er lagt á Öndverðarnesi og gengið inní hraunið. Síðan er komið að Grashól, þar sem eru hellismunnar í tvær áttir, annar liggur undir gíginn sjálfann og þar er hægt að dvelja í smá tíma.

Sólstöðuganga á Snæfellsjökul með Fjallhalla Adventurers

Sólstöðuganga

Gangan er mikið til á jökli og er krafist tilheyrandi öryggisbúnaðar. Mikilvægt er að hafa í huga að Snæfellsjökull er nokkuð þægilegt ferðafjall en á sér sínar hættur í slæmu skyggni, þar má nefna sprungur og fall frá toppi.

Svartfjallaland / Montenegro

Svartfjallaland / Montenegro

Viltu komast í ævintýri og taka á því, hjóla í ægifögru umhverfi, fara í fjallgöngu upp á hæsta tind Svartfjallalands, sigla niður Tara gilið í rafting ferð, sigla á Kajak og Kano eða um Kotor flóann og jafnframt komast i miðalda umhverfi. Þá er þetta ferðin fyrir þig.

Vörðuskeggi og tásubað með Fjallhalla Adventurers

Vörðuskeggi og tásubað

Hengilssvæðið er bara smá spöl frá úthverfum Reykjavíkur en lumar á ýmsu góðgæti fyrir göngugarpa. Við ætlum á hæsta tindinn í Henglinum, sjálfan Vörðu-Skeggja sem er í 805m hæð. Gönguleiðin þangað er nokkuð á fótinn og á einstaka stað má alveg finna fyrir smá lofthræðslu – en leiðin er stikuð, örugg og fremur auðveld.