Um ferðina

Lengri gangan:

Gengið à Fannborgina, Snækoll(1488), Snòt og Lođmund ef tími leyfir. Fyrir þá sem vilja er valkvætt eftir ferð að skella sér í náttúrulaugina en hún er rétt hjá.

Lengd göngu: 8 klst
Lengd: ca 13-16 km.
Hækkun: ca 700m
Lengd ferðar: ca 10-12 tíma ferð.

 

Styttri gangan:

Ganga sem lætur þér líða eins og þú ferðist um yfirborð annarrar plánetu, Kerlingarfjöll eru ein af okkar mestu náttúruperlum sem enginn ætti að missa af.

Við byrjum gönguna á hverasvæðinu þar sem hitinn rís úr jörðu og myndar landslag í magnaðri litasamsetningu. Athugið að það er möguleiki á því að þurfi að vaða yfir læki. Við förum niður að skálanum Ásgarði þar sem er hægt að njóta nestisbita og drekka í sig útsýnið áður en er haldið aftur af stað. Því næst er gengið um kílómetra að indælli náttúrulaug þar sem við mælum eindregið með að njóta rólegrar stundar og rækta sálina í ylnum áður en er haldið tilbaka.

Ógleymanlegur dagur á svæði sem er ólíkt öllum öðrum í heiminum.

Lengd ferðar

Styttri gangan: 4-5 tíma
Lengri gangan: 7-9 tímar

Brottför

Brottför við hverasvæðið, tímasetningar sveigjanlegar.

Verð

22.900 krónur

Árstími ferða

Júní-September

Hópastærð

4-30
Fyrir prívat hópa sendið fyrispurn á Info@fjallhalla.is

Erfiðleikastig

Styttri gangan létt - Miðlungs Lengri gangan: Miðlungs - Krefjandi

Miscelleneus 28 final

Lengd göngu

Styttri um 8km
Lengri um13-16 km

Innifalið

Fræðandi og örugg leiðsögn með reyndum leiðsögumanni. ATH! Hafið samband fyrir rútu frá Reykjavík

sac

Taka meðferðis

Góðir gönguskór, mjúkir sokkar, aukareimar, vaðskór, lítið handklæði, ullarsokkar, nærföt úr ull eða flís, peysa úr ull eða flís, göngubuxur, húfa, vettlingar, buff um hálsinn, vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður, nesti, vatn, göngustafir, sólgleraugu, sólarvörn, hælsærisplástur, salernispappír, blautþurrkur og myndavél / síma.

Bóka ferð

Aðrar gönguferðir

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Grænjaxlar – 10 Tinda Trítl

Gönguhópur fyrir byrjendur, fullkominn fyrir alla þá sem vilja fjallgöngu í öruggu og hressu umhverfi. Þægileg kynning á fjallgöngum og útivist. Líkamsrækt sem tengir þig náttúrunni!

Vörðuskeggi og tásubað með Fjallhalla Adventurers

Vörðuskeggi og tásubað

Hengilssvæðið er bara smá spöl frá úthverfum Reykjavíkur en lumar á ýmsu góðgæti fyrir göngugarpa. Við ætlum á hæsta tindinn í Henglinum, sjálfan Vörðu-Skeggja sem er í 805m hæð. Gönguleiðin þangað er nokkuð á fótinn og á einstaka stað má alveg finna fyrir smá lofthræðslu – en leiðin er stikuð, örugg og fremur auðveld.