Sólstöðuganga á Snæfellsjökul

35.000 kr á mann

Um ferðina

Gangan er mikið til á jökli og er krafist tilheyrandi öryggisbúnaðar. Mikilvægt er að hafa í huga að Snæfellsjökull er nokkuð þægilegt ferðafjall en á sér sínar hættur í slæmu skyggni, þar má nefna sprungur og fall frá toppi. Því er lögð mikil áhersla á að skyggni sé gott til að það sé hægt að ferðast um örugglega.
Við munum hittast á Arnarstapa kl 16:30 og fara yfir búnað og gera ferðaplön, við gefum okkur 1 klst í búnaðatékk, svo munum við pakka í pokana fyrir ferðina og fá ferðaupplýsingar. Eftir það setjumst við í bíla og keyrum uppí 500m hæð þar sem við munum hefja gönguna kl 19:00. Fyrir þá sem ætla sér að tjalda er gott að mæta tímalega og vera búinn að setja upp tjald og ganga frá aðstöðugjöldum áður en búnaðartékk er gert.
Hópurinn mun ferðast á frekar rólegri yfirferð svo að öllum líði vel, við munum gera eina stutta nestispásu áður en við komumst uppí hlíðar Snæfellsjökuls þar sem jökullinn tekur við og förum í línu. Á þessum tímapunkti er gott að næra sig vel, halda á sér hita því við munum halda línufjarlægð restina af ferðinni upp jökulinn. Það eru Ca 2klst frá þeim stað sem við förum í línu uppá topp, við munum leggja mikla áherslu á góða línuferðamennsku og förum yfir á rólegu tempói.
Þegar við komum uppá topp munum við skilgreina áhættusvæði, klæða okkur upp og næra okkur. Gott er að hafa hlýjan klæðnað því það verður mjög napurt á toppinum yfir miðnætti og minnsti vindur getur gert hörkulegar vetraraðstæður. Ef að færð og veður leyfir þá munum við klífa uppí hátind sem stendur í 1446m, en það er brattur kafli sem þarfnast mannbrodda, ísaxa og í flestum tilfellum tryggingar. Við vonumst svo til að frá 23:30 mun miðnætursólin byrja á að skarta sínu fegursta og í góðum aðstæðum ættum við að hafa góðar sólaraðstæður til 01:00.
Eftir að hafa myndað og notið dýrðarinnar munum við halda niður, ennþá að passa vel uppá línuvinnu. Niðurgangan er einföld en getur tekið á þar sem við munum ferðast yfir nótt og mikilvægt að halda einbeitingu. Við leggjum áherslu að halda næringu góðri og að vera skilvirk í okkar ferðum. Við munum stefna á að vera komin í bíl kl 03:00 og höldum hópinn.
Það ættu allir að vera vel endurnærðir eftir gönguna og koma sér í náttstað á svæði Arnarstapa sem fyrst. Að vakna í góðri sumarblíðu á Arnarstapa er einstök upplifun og um að gera að skella sér í létta morgungöngu og næra sig vel áður en haldið er aftur til Reykjavikur. Það má reikna með 2,5 klst í akstri til baka í bæinn og gott að hafa daginn fyrir sér svo það sé ekki óþarfa stress eftir lítinn nætursvefn.

Lengd ferðar

Dagsferð

Í boði

19-21 júní og svo 25-27 júní

Brottför

kl. 18:00

Erfiðleikastig

Meðal

Innifalið

Ganga með reyndum leiðsögumanni, drykkir og veisla bíður göngufólks á endastöð.

sac

Taka meðferðis?

Mælt er með að klæðast lagskipt til að geta brugðist við síbreytilegu veðrinu á Íslandi og líða vel í klæðnaðinum, hvorki of heitt né of kalt. Lagskipting er yfirleitt í þremur lögum, sem hægt er að púsla saman eftir veðri og vindum. Ysta lagið verður að vera bæði vatns og vindhelt. Miðlagið er flís eða ull og innsta lagið, sem er næst húðinni sér um að halda líkamanum þurrum, þannig að mjög mikilvægt er að passa öndunina í lögunum vel. Þess vegna er algjörlega bannað að vera í bómull, því hún blotnar þegar við svitnum og veldur kælingu t.d. í stoppum. Mikilvægt er að vera í réttum fótabúnaði – vatnsheldum gönguskóm með þar til gerðum sólum. Húfa, vettlingar, treflar, sólkgleraugu, sólarvörn, varasalvi og þægilegur bakpoki er nauðsynlegur í allar göngur. Athugið að í ferðum okkar er ætlast til að göngufólk sé EKKI Í BÓMULLARKLÆÐNAÐI. Takið með ykkur vatn/vökva, í það minnsta 2L á mann. Einnig nóg snarl fyrir daginn!

Bóka ferð

Aðrar gönguferðir

Gönguferð á Bjarnarfell með Fjallhöllu

Bjarnarfell

Bjarnarfell er 750m hátt fjall við Gullna hringninn, nálægt Langjökli og Jarlhettum. Frá toppi fjallsins er ægifagurt útsýni yfir bæði á grösugar sveitir og Langjökul. Verið alveg viss um að hafa myndavélina með í ferðina.

Botnsúlur með Fjallhalla Adventurers

Botnssúlur

Botnssúlur Bókið ykkar ævintýri Um ferðina Botnssúlur eru nokkrir móbergstindar sem heita Háasúla, Miðsúla, Norðursúla, Syðstasúla (1093m) og Vestursúla. Botnssúlur eru megineldstöð og hafa jöklarnir sorfið niður jarðlögin og skilið eftir hvassa tinda og hryggi.

Ganga Fimmvörðuháls með Fjallhalla Adventurers

Fimmvörðuháls

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er krefjandi ganga, en ein vinsælasta gönguleið á Íslandi. Leiðin liggur milli jökla og eldfjalla og um einstaka náttúru í hálendi Íslands. Gengið er á landi sem myndaðist á víkingatíma eða fyrir árþúsundum.

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Gengið á Högnhöfða með Fjallhalla Adventurers

Högnhöfði

Skemmtileg 6 klst ganga, en erfið yfirferðar. Högnhöfði er tignarlegt fjall í um 1002m á hæð við Gullna Hringinn. Nafn fjallsins er dregið af höfði kattar, en þegar horft er í vestur af toppi fjallsins er hægt að sjá eyru kattarins.

Í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventurers

Kerlingarfjöll

Rúta fer frá Reykjavík kl 8. Keyrt er inn í Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Eftir gönguna er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.

Litlu Landmannalaugar

Litlu Landmannalaugar

Reykjanesið býður upp á margar frábærar og fallegar gönguleiðir og fljótlegt er að skjótast þangað á bíl frá Höfuðborgarsvæðinu. Jarðhitasvæðið vestan við Djúpavatn er falin perla, litrík, viðkvæm og falleg. Svæðið minnir að nokkru á Torfajökulssvæðið sunnan Landmannalauga en er smærra í sniðum og litríkir hryggirnir sem minna á Grænahrygg norður af Torfajökli gleðja augað.

Rauðufossar að upptökum Rauðufossakvíslar með Fjallhalla Adventurers

Rauðufossar að upptökum Rauðufosskvíslar

Ekið að bílastæði á Landmannaleið þaðan sem við hefjum gönguna að Rauðafossi í Rauðufossakvísl. Áfram er haldið upp með Rauðufossakvísl þar sem hún rennur í hárauðum farveginum í fossum og flúðum allt að upptökunum þar sem hún sprettur upp úr auga í jörðinni, kristalstær og spegilgljáandi.

Reykjadalur Hot River Hike with Fjallhalla Adventurers

Reykjadalur

Reykjadalur er stórkostlegur staður upp af Hveragerði. Þar eru náttúruleg hveraböð sem hægt er að dýfa sér ofaní og njóta náttúrunnar allt í kring. Reykjadalur tilheyrir jarðhitasvæðinu við Hengil. Þar er mjög viðkvæmur gróður og því mikilvægt að fylgja stígum.

Snæfellsnes, hraun og hellar með Fjallhalla Adventurers

Snæfellsnes hraun og hellar

Rútan bíður okkar hjá Korputorgi kl 8. Farið verður í dagsferð á Snæfellsnes þar sem rútunni er lagt á Öndverðarnesi og gengið inní hraunið. Síðan er komið að Grashól, þar sem eru hellismunnar í tvær áttir, annar liggur undir gíginn sjálfann og þar er hægt að dvelja í smá tíma.

Svartfjallaland / Montenegro

Svartfjallaland / Montenegro

Viltu komast í ævintýri og taka á því, hjóla í ægifögru umhverfi, fara í fjallgöngu upp á hæsta tind Svartfjallalands, sigla niður Tara gilið í rafting ferð, sigla á Kajak og Kano eða um Kotor flóann og jafnframt komast i miðalda umhverfi. Þá er þetta ferðin fyrir þig.

Vörðuskeggi og tásubað með Fjallhalla Adventurers

Vörðuskeggi og tásubað

Hengilssvæðið er bara smá spöl frá úthverfum Reykjavíkur en lumar á ýmsu góðgæti fyrir göngugarpa. Við ætlum á hæsta tindinn í Henglinum, sjálfan Vörðu-Skeggja sem er í 805m hæð. Gönguleiðin þangað er nokkuð á fótinn og á einstaka stað má alveg finna fyrir smá lofthræðslu – en leiðin er stikuð, örugg og fremur auðveld.