Um ferðina

Gönguleiðin frá Hólaskjóli í austri og að Hvanngili í vestri hefur verið kölluð Strútsstígur og er friðsæl og falleg gönguleið að Fjallabaki – með Mýrdalsjökul og sandana í suðri og Torfajökulssvæðið í norðri.

Á miðri leið er sjálf Strútslaugin sem dásamlegt er að liggja í.

Fáfarin leið og góður undirbúningur fyrir lengri og erfiðari leiðir s.s. Laugaveginn – sem er alls ekki fáfarinn.

Fyrsti göngudag­ur­inn er stutt ganga frá Hóla­skjóli í skál­ann við Álfta­vötn, og ef veður og tími leyfir göngum við nokkra km frá einhverjum góðum stað að skálanum í Hólaskjóli, það er úr nægu að velja. Skálinn við Álftavötn var gerður upp rétt eft­ir alda­mót­in og tekur 20 manns.

Dag­leiðin er stutt og þægi­leg, eða um 6-7 kíló­metr­ar frá Hólaskjóli í Álftavötn. Þaðan ligg­ur svo leiðin áleiðis að Hólms­ár­botn­um í sjálflýsandi grænum mosanum norðan við Svartahnúksfjöll og að Strúts­laug, en þar geta göngu­menn skellt sér í bað.

Frá laug­inni er svo um eins klukku­stunda gang­ur að skál­an­um við fjallið Strút.

Þetta er alvöru dagleið, sam­tals rúmlega 20 kíló­metr­ar og með góðu stoppi í Strútslaug 8 tímar hið minnsta.

Þriðji göngudagurinn er svo vest­ur eft­ir Mæli­fellss­andi og að skál­an­um í Hvann­gili þar sem göngu­menn eru komn­ir inn á sjálfan á Lauga­veg­inn. Þennan dag er stórkostlegur Mýr­dals­jök­ull­inn á vinstri hönd og Mæli­fellss­and­ur­inn framund­an.

Við Slysaöldur gætu einhverjir orðið varir við drauga en þar hafa göngumenn og konur orðið úti.

Þessi dagleið er um 18 km og rútan sækir okkur í Hvanngilið.

Matur
Takið með ykkur eigið snarl sem þið vitið að mun gefa ykkur góða orku þegar þið þurfið á því að halda. Mér finnst mjög gott að vera með hnetur og súkkulaði í poka framaná mig, auðvelt að grípa í það. Ávextir, korn og prótein er góð næring í byrjun dags, brauð og súpa í hádegismat og svo verður boðið uppá td. kjöt og pasta og sósu í kvöldmat. Munið að taka með ykkur té, kaffi eða kakó.
Innifallið í verðinu:
* Rúta
* Leiðsögn
* Skálagisting
* Morgunmatur og kvöldmatur

Brottför

Daglega kl 9:00 frá Reykjavík

Erfiðleikastig

Meðal

Fatnaður

Á hálendi Íslands er á allra veðra von, meiri að segja að sumri til! Við viljum að fatnaðurinn verndi okkur frá veðrinu. Vind- og vatnsheld ytri skel er því nauðsynleg, sem má geyma í bakpokanum ef það verður bongóblíða, og verður það þá góð saga að segja frá.

 • Góðir gönguskór sem búið er að ganga til eru alveg jafn mikilvægir og skelin. Í ferð sem þessari er mikilvægt að vera í skóm sem gefa stuðning við ökla, og þar að auki ættu þeir að halda þér hlýrri og þurri.
 • Göngubuxur/leggings eða pils(ullar) ætti að vera gerð úr dy-fit efni. Ekki er í boði að mæta í gallabuxum eða bómullarbuxum.
 • Hlý nærföt eins og ullarnærföt eru gulls ígildi. Þau ná að halda rakanum frá líkamanum og eru hlý þótt þú blotnir.
 • Göngusokkarnir eru mikilvægir þar sem þau gera úrslit um hvort þér líði vel í skónum eða ekki. Ullarsokkar eða sokkar úr gerfiefni, alls ekki bómullarsokka. Taktu með þér nokkra aukasokka. Algjörlega ómetanlegt að fara í nýja sokka í byrjun göngudags.
 • Hlý peysa eða bolur úr flís eða ull.
 • Vettlingar og hlý húfa, takið með ykkur nokkur auka!

sac

Taka meðferðis?

 • Svefnpoka
 • Dagspoka
 • Eldunarkit
 • Eldspytustokk og/eða kveikjara
 • Diska og hnífapör
 • Hitabrúsa hálfs lítra
 • Vatnsílát
 • Sólarvörn og vara vörn
 • Tannkrem, tannbursta, sápu og klósettpappír
 • Sólgleraugu
 • Fyrsta hjálpar poka fyrir hælsærisplástur, verkjalyf og annað.

Gallery

Bóka ferð

Aðrar gönguferðir

Gönguferð á Bjarnarfell með Fjallhöllu

Bjarnarfell

Bjarnarfell er 750m hátt fjall við Gullna hringninn, nálægt Langjökli og Jarlhettum. Frá toppi fjallsins er ægifagurt útsýni yfir bæði á grösugar sveitir og Langjökul. Verið alveg viss um að hafa myndavélina með í ferðina.

Botnsúlur með Fjallhalla Adventurers

Botnssúlur

Botnssúlur Bókið ykkar ævintýri Um ferðina Botnssúlur eru nokkrir móbergstindar sem heita Háasúla, Miðsúla, Norðursúla, Syðstasúla (1093m) og Vestursúla. Botnssúlur eru megineldstöð og hafa jöklarnir sorfið niður jarðlögin og skilið eftir hvassa tinda og hryggi.

Ganga Fimmvörðuháls með Fjallhalla Adventurers

Fimmvörðuháls

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er krefjandi ganga, en ein vinsælasta gönguleið á Íslandi. Leiðin liggur milli jökla og eldfjalla og um einstaka náttúru í hálendi Íslands. Gengið er á landi sem myndaðist á víkingatíma eða fyrir árþúsundum.

Golfskálinn í Úthlíð

Fjallhalla Adventurers Söluskrifstofan í Úthlíð Við erum búin að opna söluskrifstofu/upplýsingamiðstöð og lítið kaffihús í golfskálanum í Úthlíð. Verðum með opið virka daga og allar helgar milli 8 og 4. Boðið verður uppá súpu og

Gönguparadísin Hornstrandir útfrá Hornbjargsvita með Fjallhalla Adventurers

Gönguparadísin Hornstrandir útfrá Hornbjargsvita

Gengið verður útfrá vitanum á Hornbjargi og því verður aðeins að bera léttan poka með nestið fyrir daginn og auka föt. Gist verður í hinum rómaða Hornbjargsvita í svefnpoka plássi, þar sem ágæt aðstaða er til eldamennsku. Gengið verður út frá honum með léttar birgðir.

Ganga á Grænihrygg með Fjallhalla Adventurers

Grænihryggur

Þetta er löng dagsferð eða um það bil 14-16 klukkustundir. Það eru 195 km á milli Reykjavíkur og Landmannalauga, eða um 3 klst í akstri. Brottför frá Reykjavík klukkan 7:00. Heimkoma um 22:00.
Gangan er um 17 km og tekur um 8 klukkutíma. Vöðum Jökulkvíslina 3-4 sinnum.

Gullfallega Georgia

Gullfallega Georgia

Georgía er fjöllótt land með mikla náttúrufegurð, fjölbreytta og forna menningu sem rekja má aftur til 12. aldar fyrir Kr. Frá 10. – 13. öld stóð menning Georgíu sem hæst en lenti svo undir yfirráðum Tyrkja og Persa og svo síðar lenti landið undir yfirráðum Sovétríkjanna. Georgísk vín og matarmenning er rómuð.

Gengið á Högnhöfða með Fjallhalla Adventurers

Högnhöfði

Skemmtileg 6 klst ganga, en erfið yfirferðar. Högnhöfði er tignarlegt fjall í um 1002m á hæð við Gullna Hringinn. Nafn fjallsins er dregið af höfði kattar, en þegar horft er í vestur af toppi fjallsins er hægt að sjá eyru kattarins.

Í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventurers

Kerlingarfjöll

Rúta fer frá Reykjavík kl 8. Keyrt er inn í Kerlingarfjöll og farið í krefjandi göngu og auðveldari göngu. Eftir gönguna er farið í heita laug í Kerlingarfjöllum. Alveg upplagt einnig að kikja aðeins í veitingasöluna og fá sér vöfflu og meðþví. Rútan fer aftur til Reykjavíkur seinni part dags.

Litlu Landmannalaugar

Litlu Landmannalaugar

Reykjanesið býður upp á margar frábærar og fallegar gönguleiðir og fljótlegt er að skjótast þangað á bíl frá Höfuðborgarsvæðinu. Jarðhitasvæðið vestan við Djúpavatn er falin perla, litrík, viðkvæm og falleg. Svæðið minnir að nokkru á Torfajökulssvæðið sunnan Landmannalauga en er smærra í sniðum og litríkir hryggirnir sem minna á Grænahrygg norður af Torfajökli gleðja augað.

Rauðufossar að upptökum Rauðufossakvíslar með Fjallhalla Adventurers

Rauðufossar að upptökum Rauðufosskvíslar

Ekið að bílastæði á Landmannaleið þaðan sem við hefjum gönguna að Rauðafossi í Rauðufossakvísl. Áfram er haldið upp með Rauðufossakvísl þar sem hún rennur í hárauðum farveginum í fossum og flúðum allt að upptökunum þar sem hún sprettur upp úr auga í jörðinni, kristalstær og spegilgljáandi.

Reykjadalur Hot River Hike with Fjallhalla Adventurers

Reykjadalur

Reykjadalur er stórkostlegur staður upp af Hveragerði. Þar eru náttúruleg hveraböð sem hægt er að dýfa sér ofaní og njóta náttúrunnar allt í kring. Reykjadalur tilheyrir jarðhitasvæðinu við Hengil. Þar er mjög viðkvæmur gróður og því mikilvægt að fylgja stígum.