Gullfallega Georgia

Ævintýraleg gönguferð í Kákasusfjöllunum

29. ágúst - 10. september, 385.500 kr á mann.

Um ferðina

Stórkostleg náttúra- dalir, tindar, jöklar, fossar, afskekkt miðaldarþorp og ævaforn menning.
Georgía er fjöllótt land með mikla náttúrfegurð, fjölbreytta og forna menningu sem rekja má aftur til 12. aldar fyrir Kr. Frá 10. – 13. öld stóð menning Georgíu sem hæst en lenti svo undir yfirráðum Tyrkja og Persa og svo síðar lenti landið undir yfirráðum Sovétríkjanna. Georgísk vín og matarmenning er rómuð. Algengt er að hver fjölskylda hafi sitt eigið vín, en vínræktarhéruðin eru nánast heilagir staðir í augum heimamanna þar sem víngerð er samofin menningu landsins. Georgía er 69.700 km2 og fólksfjöldi um 3,7 milljónir og þar af búa um 1,5 milljónir i höfuðborginni Tblisi. Georgía liggur að austri að enda Svartahafs, að norðaustan við er Rússland, Azerbadjan er í suðaustri og sunnan megin liggja Armenia og Tyrkland. Georgia er þvi staðsett þar sem A- Evrópa og Vestur Asía mætast.

Dagur 1. Sunnudagur 29. ágúst: FERÐALAG TIL TIBILISI.

Við fljúgum til Riga 15:10 og lendum 21:50 að staðartíma. Skiptum um vél- með sama flugfélagi, og lendum kl 3:25 í Tblisi. Förum þá á hotel.

Dagur 2. Mánudagur 30. águst Tblisi

Við erum i Tbilisi höfuðborg Georgíu, þeirri ævafornu borg, en þar í kring hafa fornleifafræðingar fundið leifar af byggð frá Bronsöld og má rekja núverandi staðsetning borgarinnar til ársins 458. Við förum með okkar farastjóra í gönguferð um gamla bæjarhlutann sem byggður var af Georgiska kónginum Vakhtang Gorgasali, en hann gerði borgina að höfuðborg. Við förum aftur í tima og rúmi er við göngum um þessa fallegu en jafnframt dularfulu borg. Við skoðum Metekhi kirkjuna sem staðsett er á kletti með utsýni yfir Mtkvari ánna og hin frægu Sulfur böð. Eftir hádegismat förum við með kláfi(cable car) að skoða Narikala virkið, sem var táknrænt fyrir varnir borgarinnar fyrr á öldum. Við sjáum Meidani torgið og Shardeni og röltum eftir Shardeni götu, en þar má finna kaffihús, myndlistar galleri, verslanir og fleira. Á vegi okkar verða Sioni Dómkikjan og Anchiskhati Basilikan, Operan , Ballettin og Rustavi leikhúsið, allt ævafornar bygingar.
Við borðum svo kvöldmat og gistum í Tblisi.

Dagur 3. Þriðjudagur 31. ágúst: TBILISI-GUDAURI-KAZBEGI.

Við keyrum í átt til Gudauri, sem er þekktasti skiðastaður Georgiu. Útsýnið sem blasir við okkar gönguferð um Kákasusfjöllinn á næstu dögum hefur verið lýst sem stórbrotinni, þetta er fáfarin leið og litið um ferðamenn, þar eru falin gil, háir tindar og skorningar. Við sjáum ýmsa spennandi hluti á leið okkar, Aanuri kastalann, Gudauri skiða svæðið og Gergeti kirkjuna.
Við borðum kvöldmat og gistum í þorpinu Sno.
Erfiðleikastig: auðvelt
Vegalengd: 7 km.
Timi: 5 tímar

Gullfallega Georgia

Dagur 4. Miðvikudagur 1. september: SNO-JUTA-CHAUKHI VATN.

Við byrjum á þvi að ganga frá Sno um 10 km. Við okkur blasir gróðursælir dalir, bylgjandi ár, fjallaengi og háir tindar. Juta er i um 2200 m. hæð og er hæsta byggða bólið í Georgiu. Að Kákasusfjallgarðinum liggja Chaukhi fjöllinn, sem eru um 688 m. há, við höldum áfram að Chauki vatninu.
Við endum daginn í Sno, þar sem við borðum kvöldmat og gistum.

Erfiðleikastig: auðvelt
Vegalengd: 26 km.
Timi: 10 tímar

Juta Georgia

Dagur 5. Fimmtudagur 2. september: TRUSO DALUR.

Við keyrum að Truso dalnum og göngum inn eftir honum; fagrar grænar hliðar blasa við okkur. Við förum að upptökum Tergi árinnar sem er fræg fyrir sinar mineral uppsprettur, skoðum Kasari gilið og draugaþorpið Ketrisi verður á vegi okkar.
Hér sjáum við „turna” frá miðöldum þar á meðal Zakagari virkið. Við sjáum m.a hið fagra vatn Truso á leið okkar inn dalinn. Við endum svo þar sem við byrjuðum , kvöldmatur og gisting í Kazbeki.

Sjá á VÍDEÓ 

Erfiðleikastig: auðvelt
Vegalengd: 13 km.
Timi: 5 tímar

Gullfallega Georgia

Dagur 6. Föstudagur 3. september: KAZBEGI-UPLISTSIKHE-KUTAISI.

Í dag er stuttur göngudagur, en við skoðum spennandi hluti; förum í Uplistsikhe hellabæinn forna, sem lék stórt hlutverk í Georgiskri sögu yfir ansi langan tima eða í um 3000 ár. Bærinn er sérstakur og högvinn inn í kletta. Við borðum hádegismat í hellabænum. Við tökum þvi svo rólega í fallegu umhverfi sem eftir er dags.
Gistum i Kazbeki.

Erfiðleikastig: auðvelt
Vegalengd: 2 km.
Timi: 1 tími

Gullfallega Georgia

Dagur 7. Laugardagur 4. september: KUTAISI

Við keyrum frá Kutasi og skoðum Enguri stifluna sem er stórkostlegt mannvirki og næsthæsta sementsstífla heimsins 271.5 m. Við keyrum í gegnum eitt fallegasta svæði Georgiu Svaneti með stoppum á leiðinni og göngum um, sjáum fjöll, skógi vaxnar hlíðar og jökla sem dæmi. Komum til þorpsins Mestia þar sem við leggjum svo upp í gönguferð á jökulinn Chalaadi sem er í um 1850 m. hæð, háir tindar blasa við okkur. Við förum i gegnum furuskóg, siðan tekur við grýtt gil þar sem áður var jökull, en hann hefur hopað mikið.
Við borðum svo kvöldmat og gistum í Mestia.

Erfiðleikastig: auðvelt
Hæðarmismunur: 200 m.
Vegalengd: 7 km.
Timi: 4 tímar

gönguferð um georgiu

Dagur 8. Sunnudagur 5. september: USHBA FOSSAR USHBA FJALLA, BÆRINN MESTIA, UPPER SVANETI.

Við göngum að fossinum Ushba sem staðsettur er í Svaneti héraði. Fossinn er gríðarlega hár og fallegur. Fossinn er nefndur eftir samnefndu fjalli sem er 4.710 m. hátt. Við göngum um í þessu fallega fjallahéraði. Ushba fjall er þekkt sem Matterhorn Kákasusfjalla, gríðarlega myndrænt fjall með spirallöguðum tindum. Það er mjög bratt og talið eitt erfiðsta fjall að klifa í Kákasusfjallgarðinum, þrátt fyrir að vera ekki eitt af 10 hæstu. Við göngum um svæði er nefnist Upper Svaneti. Það hefur varðveist vel sökum einangrunnar, einkennandi fyrir það eru fjöll, grænir dalir, miðaldaþorp og turnhús sem voru notuð bæði sem dvalarstaður og sem varnarstövar fyrir innrásaherum fyrr á öldum. Við borðu svo kvöldmat og gistum i þorpinu Mestia.

Erfiðleikastig: meðal
Hæðarmismunur: 400 m.
Vegalengd: 8 km.
Timi: 5 tímar

Dagur 9. Mánudagur 6. september: SHKHARA JÖKULL

Í dag keyrum við frá Mestia að þorpinu Ushguli, sem er off road keyrsla.
Við leggjum svo í hann og göngum að jöklinum Shkhara sem er á Shkahra fjalli. Við erum núna nálægt landamærum Rússlands. Á leið okkar gætum við þurft að fara yfir nokkra læki, dali og grænar hliðar blasa við okkur. Jökulinn, fjöllin og stórbrotin náttúra Georgiu.
Kvöldmatur og gistum í Mestia.

Erfiðleikastig: auðvelt
Hæðarmismunur: 400 m.
Vegalengd: 15 km.
Timi: 6 tímar

Dagur 10. Þriðjudagur 7. september: KORULDI VATN.

Við göngum sem leið liggur að Korudi vatni sem er á Upper(efri) Svaneti svæðinu í 2850 m. hæð yfir sjávarmáli. Við okkur blasir stórkostlegt umhverfi, umvafið jöklum og fjallstindum. Við sjáum m.a. tinda Shkhara, Tetnudi, Ushba og Laila. Vatnið er í um 10 km. fjarlægð frá Mestia.
Kvöldmatur og gisting í Mestia.

Dagur 11. Miðvikudagur 8. september: TBLISI, SULPHUR BÖÐ.
Við keyrum nú tilbaka til Tblisi
Þegar við komum til Tblisi munum við prufa hin þekktu og fornu Sulphir böð, en sögu þeirra má rekja má árhundruði aftur í timann,
talið er að þau hafi lækningamátt
Kvöldmatur á hóteli í Tblisi þar sem við gistum.

Dagur 12. Fimmtudagur 9. september: TBLISI – BROTTFÖR
Frjáls dagur, förum út á flugvöll rétt eftir miðnætti 10. september.
Flugið er 4:10 og lendum svo í Riga 6:35. Förum þá á hótel og hvilum okkur. Brottför er kl 13:30 til Íslands og lendum kl. 14:25.

Gullfallega Georgia

INNIFALIÐ:
Flug með sköttum
Gisting með morgunmat
Fullt fæði í Georgíu(nesti tekið með þar sem við á)
Íslenskur fararstjóri
Enskumælandi fararstjóri(heimamaður)
Fjallaleiðsögumaður
Öll keyrsla
Aðgangur þar sem við á skv. ferðaplani
Flaska af vatni á hverjum degi í Georgíu
Sulphur bað

ATHUGIÐ:
Takmarkast við 30 manns
Verð í tveggja manna herbergi: 385.500 ISK.
Verð í einstaklingsherbergi: 405.000 ISK.
15% staðfestingargjald, sem fæst ekki endurgreitt, greiðist við skráningu.
Vegna skilmála ferðar sjá: transatlantic.is/is/skilmalar

Bóka ferð