Svartfjallaland / Montenegro

Viðkoma í Riga 8. - 17. október.

310.900 kr á mann

Um ferðina

Viltu komast í ævintýri og taka á þvi; hjóla í ægifögru umhverfi, fara i fjallgöngu uppá hæsta tind Svartfjallalands, sigla niður Tara gilið í rafting ferð, sigla á Kajak og Kano eða um Kotor flóann og jafnframt komast i miðaldaumhverfi? Þá er þetta ferðin fyrir þig!

Dagur 1. 8. október.
Miðaldaborgin Riga.
Fljúgum við til miðalda borgarinnar Riga sem er frá 12 öld. Við leggjum í hann kl 15:10 og lendum í Riga kl 21:50, förum þá á hótel.

Svartfjallaland og Montenegro

Dagur 2. 9. október
Velkomin til Svartfjallalands.

Förum í skoðunarferð um fögru Rigu áður en við förum útá flugvöll. Við eigum flug kl. 15.45 til Dubrovnik
Riga er meira en 800 ára gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin – söfn eða fallegar byggingar, listaviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði – þá finnur þú það í Riga. Gamli bærinn í Riga er á minjaskrá UNESCO, þar sem minjar borgarinnar þykja þvílíkar gersemar. Auðvelt er fyrir gangandi vegfarendur að komast á milli staða í gamla hluta Riga á steinilögðum strætunum þar sem sagan liggur í loftinu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja St. Peter´s og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnlyndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu.
Við lendum í Dubrovnik kl 17.25 og keyrum þá til Budva í Svartfjallalandi sem er í um 93 km fjarlægð.
Þar förum við beint á 4* hótelið okkar, Slovenska Plaza sem er niðri við ströndina, borðum þar kvöldmat og slöppum af.

Dagur 3. 10. október.
Hjólum um Budva og nágrenni.

Eftir morgunmat förum við í hjólaferð til að kynnast bænum og næsta umhverfi hans. Budva er æva forn og fagur bær, sá elsti við Adriahafið, um 2500 ára gamall með steinilagðar götur og gamlar byggingar. Budva liggur að Adríahafinu en fjöllin eru ekki langt undan. Staðsetning bæjarins er ægi fögur. Við hjólum m.a. út i eyjuna Sveti Stefan sem er tengd við meginlandið, en þar eru fagrar hvitar strendur og tilkomumikið útsyni. Umhverfi sem við erum ekki vön hér á Islandi. Höfum nesti meðferðis yfir daginn, svo er kvöldmatur á hótelinu.

Dagur 4. 11. október.
Rafting í Tara gilinu.

Við förum til Kolasin og byrjum okkar rafting ferð í Tara gilinu. Tara gilið er næst dýpsta gil i heiminum á eftir Grand canyon, en á botni þess er á sem myndast hefur af snjó og regni. Við erum stödd i Durmitor þjóðgarðinum. Áin nær frá fjöllunum i norður hluta landsins og yfir 156 km svæði. Við munum fara niður hluta þess svæðis. Áin sameinast ánni Piva og saman mynda þær ánna Drina, sem er ein lengsta á á Balkanskaganum. Tilkomumikil náttúra blasir við okkur er við siglum niður gilið, sjón er sögu ríkari. Kvöldmatur á hótelinu.

Dagur 5. 12. október
Gönguferð VIA FERRATA DURMITOR og BOBOTOV KUK.

Við förum aftur i Durmitor þjóðgarðinn og göngum eftir þekktri gönguleið i þjóðgarðinum er nefnist Via Ferrate og Bobotov Kuk, við sjáum stórkostlega náttúru, fjöll, gróður og kletta. Þá er liklegt að við sjáum eitthvað af þvi dýralífi sem einkenna þjóðgarðinn. Hæsti tindur fjallsins Durmitor er 25230 m. og nefnist Bobotov Kuk, sem er jafnframt hæsti punktur landsins og við munum ná þeim punkti, og njóta stórkostlegs útsýnis yfir þjóðgarðinn, Tara gilsins og fleiri tinda svo sem Uvita Greda klettinn, sem er stórbrotinn náttúrufegurð.
Sja video.

Tekur svolitið á en þetta geta flestir gert. Höldum aftur til Budva, kvöldmatur á hótelinu.

Svartfjallaland og Montenegro

Dagur 6. 13. október.
DRENOSTICA Gilið.

Eftir morgunmat höldum við til Drenostica gilsins þar sem við förum i Kano ferð, fallegt náttúra , spennnandi umhverfi. Við erum um 3 tíma á Kanó . Allskonar búnaður sem við fáum. Leiðangurstjórar sýna okkur allt það besta.

Förum svo til Budva og höfum smá frítima áður en við borðum á hótelinu.

Dagur 7. 14. október.
Þjóðgarðurinn LOVCEN, glæsileg hjólreiðaleið.

Við förum i einn fallegasta þjóðgarð i Svartfjallalandi. Eftir morgunmat skoðum við þjóðgarðin Lovcen og göngum þar um. Við göngum m.a uppá hæsta fjallstopp þjóðgarðsins er nefnist Jezerski vrh, og skoðum þekktasta minnismerki landsins af einum frægasta þegn Svartfjallalands, Peter 11 Petrovic, hann var ef svo má segja faðir Svartfjallalands, mótaði landið og skóp. Hann hafði titilinn prins og var jafnframt biskup á sama tíma. Hann var lika heimspekingur og ljóðskáld, allt mulig man sem sagt.
Við munum svo hjóla niður úr töluverðri hæð i átt að ströndinni. Ein skemmtilegast hjólaleið landsins, stórkostlegt útsýni blasir við; fjöll, Kotor flói, skóglendi og margar beygjur þar sem útsýnið breytist stöðugt.
Þessi hjólaferð er algjört „möst“ fyrir alla þá sem hafa unun af þvi að hjóla út i náttúrunni og taka aðeins á þvi. Við förum svo frá Kotor til Budva og inná okkar hótel.

Svartfjallaland og Montenegro

Dagur 8. 15. október.
Fegurð KOTOR flóa, OUR LADY OF THE ROCK AND KOTOR TOUR.

Við förum aftur til Kotor en skoðum þennan fallega bæ betur, gömlu húsin i miðaldarstíl, steinilögðu göturnar, söguna og menningarverðmætin. Bærinn er frá 12. öld og á minjaskrá Unesco. Síðan förum við til Perst sem er annar fallegur bær og förum þar um borð i bát sem siglir með okkur út á fjörðinn, þar blasa við okkur strendur Svartfjallalands, skógivaxnar hliðar og fagur fjörðurinn. Við skoðum m.a. smáeyjuna Our Lady of The Rock. Við höldum svo til Budva á okkar hótel.

Dagur 9. 16. október.
Heimferð hefst, Dubrovnik.

Við förum frá Budva um morguninn til Dubrovnik . Við kikjuma aðeins á Dubrovnik sem er heimsfræg miðaldaborg, sjón er sögu ríkari. Þatturinn Games of Thrones gerði borgina ódauðega. Við eigum svo flug kl. 18:05 og lendum i Riga kl 21:40 og förum á hótel.

Dagur 10. 17. október.
Heimferð frá Riga.

Okkar flug er kl 13:30 og lendum 14:25 I Keflavík

INNIFALIÐ:
* Flug með sköttum
* 4* hótel með morgunmat
* Rúta
* Fullt fæði í Svartfjallandi- morgunmatur, nesti I ferðum og kvöldmatur
* Allar skoðunarferðir skv ferðaáætlun
* Aðgangur þar sem við á; kano, rafting ferð, hjól, bátsferð- sem sagt öll viðeigandi tæki og tól skv. ferðaáætlun
* Islenskur farastjóri og heimamaður (local farastjóri)

INNIFALIÐ:
Takmarkast við 30. manns
Verð í tveggja manna herbergi: frá 310.900 ISK.
Verð í einstaklingsherbergi: 335.900 ISK
15% staðfestingargjald, sem fæst ekki endurgreitt, greiðist við skráningu.
Vegna skilmála ferðar sjá: http://www.transatlantic.is/is/skilmalar

Bóka ferð