Ganga er betri að vetri!

Vetrarferðamennsku námskeið

Fjallhalla Adventurers

Um námskeiðið

Námskeiðið verður kennt á sunnudögum þar sem við sáum að sá dagur hentar best í svoleiðis afþreyingu sama þótt þú sért námsmaður, í vaktavinnu eða átt stóra fjölskyldu.

Við erum að bæta við tveimur dagsetningum þar sem síðasti hópur vildi meira og munum bjóða uppá fleiri kvöldgöngur með höfuljós.

Vegna óútreiknalegs veðurs og annað mun dagskráin verða breytt ef þörf er á og reynum við alltaf að finna aðra ferð sem gefur ykkur tækifæri á að iðka það sem við erum búin að vera að kenna.

1. Búrfellsgjá

5. desember.

Fyrsti hittingurinn verður í Búrfellsgjá þar sem við kynnumst, skoðum útbúnaðinn okkar og látum okkur líða vel.

2. Keilir

19. desember.

Við ætlum að ganga á Keili og fara í fyrstu fjallgönguna saman! Við munum meta það þegar nær dregur hvaða búnaður verður þörf á.

Hér verður ein eða fleiri valfrjálsar kvöldgöngur skipulagðar með stuttum fyrirvara, fer eftir veðri og annað, en við eigum sterklega von á því að margir munu vera í útlöndum um jól og áramót að sleikja sólina og ætlum því ekki að vera með fastan námskeiðsdag.

 

2. Bláfjallahryggur

16. janúar.

Í dag ætlum við að kynnast jöklabroddum, ísexi og belti. Það verður farið í brekkur þar sem þið æfið ísaxarbremsu. Þær eru nokkrar og mjög gott að kunna þegar þú á ögurstundu þarft að nota þær. Þið lærið að ganga á jöklabroddum, sem gæti reynst vera flókið í fyrstu, eða svona eins og mörgæs eða kúreki. Við kynnum fyrir ykkur mismunandi gerðir hnúta sem gætu nýst ykkur vel í erfiðum aðstæðum. Um að gera að fara svo heim að æfa sig.
 
Því oftar sem þú gerir hnútinn, því líklegri ertu að muna. Ekki að ástæðulausu sem okkur er bent á að endurtaka og rifja upp í skóla, því það virkar.

4. Gönguskíði

30. janúar.

Við förum eitthvert í nágrenni Reykjavíkur og skemmtum okkur á gönguskiðum.
 
Við bjóðum uppá leigu á gönguskíðum fyrir ykkur sem ekki eiga. Kennd verða grunnatriði gönguskíða íþróttarinnar og helstu staðir sem hægt er að njóta þeirra á.
 
Við munum kynna fyrir ykkur púlkur, sem eru notaðar í langar vetrarferðir á gönguskíðum.

5. Reykjanes

13. febrúar.

Gönguferð á Reykjanesi. Hvar nákvæmlega kemur í ljós þegar nær dregur.

Eitt er ljóst að Reykjanesið hefur uppá svo ótrúlega margt að bjóða!

Við munum hafa takmarkaða dagsbirtu þannig að hér höfum við höfuðljós meðferðis. Mjög gott að kynnast notkun höfuðljós og að vera óhræddur við að ganga í myrkri, það er eitthvað sem við verðum að venjast hér á Íslandi.

Við fáum tilboð í Bláa lónið eftir göngu og gott að borða. Þessi ferð heppnaðist ótrúlega vel síðast og var gengin þremur dögum fyrir jarðskjálftahrinuna.

6. Hellisheiði - Innstidalur

27. febrúar.

Við förum í alvöru vetrargöngu í krefjandi aðstæðum þar sem við fáið að láta reyna á það sem þið kunnið núþegar. Þetta svæði býður uppá ótrúlegt landslag og gæti verið frekar snjóþungt í febrúar.
 
Hver veit, lannski við finnum fyrir ykkur snjóþrúgur og leyfum ykkur að kynnast þeim.
 
Legghlífar, hálkubroddar, höfuðljós og heitt á brúsa staðalbúnaður.

7. Hellisheiði - Reykjadalur

13. mars.

Við göngum oftast að heita læknum í Reykjadali „neðan frá“ eða frá Hveragerði. En í dag ætlum við að ganga ofanfrá!

8. Sólheimajökull

27. mars.

Nú er komin tími til að fara með ykkur á jökul og verður Sólheimajökull fyrir valinu þar sem hann er nálægt Reykjavík. Við göngum á jöklinum í jöklabúnaði sem fæst leigður hjá okkur og munum kynna ísklifur fyrir ykkur.

9. Botnssúlur

10. apríl.

Hér erum við að fara í alvöru vetrarferð með hækkun!
Allur útbúnaður verður tekin með og allt það sem þið hafið lært á námskeiðinu verður beitt.
Við förum þegar við finnum sólríkan og mildan dag.
 
Páskafrí!!
Við munum bjóða uppá vetrarævintýri í páskafríinu, verður auglýst seinna.

10. Fjallaskíði

24. apríl.

Við ætlum að kynna fyrir ykkur fjallaskíði, notkun þeirra og umhirðu og skemmta okkur á skíðum á einhvern vel valdan stað í nágrenni Reykjavíkur.
 
Líklega verður Skálafell eđa Bláfjöll fyrir valinu. Það er mikið frelsi að kunna á fjallaskíði.
 
Gott er að vera með slík í bílnum þegar ferðast er að vetri til og að geta skellt sér uppá fjall þegar manni langar til.

11.Námskeiðslok

8. maí.

Við munum enda námskeiðið með margra daga ferð um eitthvað svæði sem verður betur kynnt þegar nær dregur.
 
Við munum bæði sofa í tjöldum og skálum og er alveg líklegt að það verði ennþá snjór einhvernstaðar þar sem við tjöldum.
 
Það er gaman að prófa að sofa í tjaldi í snjó og kulda en að líða samt vel.
Í maí munum við svo bjóða uppá ferð á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnúk!
Valfrjals ferð sem við mælum sterklega með.
Greitt verður sér fyrir þá ferð.
 
Við gerum fastlega ráð fyrir því að fara með ykkur þrisvar til fjórum sinnum í miðri viku að kvöldi til í léttar göngur, svo að þið kynnist því að láta ykkur líða vel í fatnaðnum þótt það sé orðið kallt, dimmt og alvöru íslenskt rok.
Valfrjálsar ferðir sem við mælum þó sterklega með.
Höfuðljós, broddar og exi staðalbúnaður.

Útivist að vetrarlagi er töfraheimur sem margir kynnast lítið, en þú þarft ekki að vera pólfari til að njóta fegurðar vetrarríkisins á Íslandi. Sumarið okkar er stutt og veturinn kíkir oft í heimsókn á haustin og vorin. Við ætlum að njóta vetrarins, komiði bara með hann!
Fjallhalla ætlar að vera með námskeið í vetrarferðamennsku sem hefst í desember, tilvalið til að minnka jólastressið og byggja upp tilhlökkkun fyrir því sem koma skal í vetur.
Við ætlum að fara í 8 gönguferðir og færa okkur upp á skaftið smám saman. Stundum verða jafnvel brekkur og fell eða fjöll á vegi okkar og því munum við fara yfir grunnatriði vetrarferðamennsku – ásamt því að ganga og öðlast smám saman svokallað fjallavit. Við ætlum ekki að ganga hratt, heldur leggja áherslu á að læra og njóta. Í lokin munum við bjóða þeim sem vilja, að fara í alvöru jöklagöngu – og jafnvel á sjálfan hæsta tind Íslands, þið vitið öll hvað hann heitir .

Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir;
• leiðarval í vetraraðstæðum og fjalllendi
• að lesa í mismunandi tegundir af veðurspám og kortum
• næringu, orkubúskap og nesti í göngu- og fjallaferðum
• klæðnað og annan búnað sem er notaður að vetrarlagi
• beitingu ísaxar í bratta og hina mikilvægu ísaxarbremsu (og það er frábærlega gaman!)
• tækni við að ganga á broddum við ólíkar aðstæður
• að ganga í línu með leiðsögumanni/konu og læra á mismunandi gerðir hnúta sem geta reynst manni vel þegar lífið liggur á
• að horfa með spekingssvip upp í falleg snjógil og brekkur og ræða snjóflóðahættu og hvernig forðast megi snjóflóðaaðstæður
• mismunandi tegundir af gönguskíðum og heyra um töfraheim gönguskíðaferða

Leiðbeinendur Fjallhöllu eru með viðeigandi reynslu og óbugandi eldmóð fyrir útivist allt árið – og geta ekki beðið eftir að hitta ykkur því þetta er það skemmtilegasta sem þau gera…., utandyra að minnsta kosti.
Námskeiðið mun spanna 8 dagsetningar ásamt einni stakri Hvannadalshnúksferð í apríl/maí, sem greitt verður í sér og valkvædd þáttaka.
Mjög líklegt er að farið verður í eina og eina gönguferð í miðri viku að kvöldi til með höfuðljós, sem ákveðið verður með stuttum fyrirvara(gengið á góða spá).
Það er nefninlega vel hægt að hreyfa sig að vetri til með réttum búnaði þótt það sé farið að dimma.
Nánari lýsingar og tímasetningar verða ræddar þegar nær dregur, allt að sjálfsögðu skipulagt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og COVID.
Allar ferðir verða skipulagðar með það í huga að hægt verði að mæta á eigin bíl.
Aðeins 24 pláss í boði.
Verð: 135.000 ISK
Stakur dagur kostar 25.000 ISK